Prenthaus

Þór áfram í bikarnum eftir sigur á MagnaSölvi Sverrisson fagnar marki sínu í gær. Mynd/thorsport.is Palli Jóh.

Þór áfram í bikarnum eftir sigur á Magna

Þórsarar eru komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-0 sigur á Magna í Boganum í gærkvöldi.
Sölvi Sverrisson kom Þórsurum yfir á 25. mínútu leiksins. Næsta mark leiksins kom í upphafi síðari hálfleiks þegar Fannar Daði Malmquist skoraði. Aðalgeir Axelsson bætti svo við þriðja marki Þórsara á síðustu mínútu leiksins og niðurstaðan 3-0 sigur Þórs.
Aðrir leikir í 64-liða úrslitunum spilast í dag og á morgun, 2. maí, og verður dregið í framhaldinu í 32-liða úrslitin sem fara fram dagana 22-24 júní.

Þórsarar hefja leik í Lengjudeildinni 7. maí þegar liðið heimsækir Gróttu á Vivaldivöllinn.

Sambíó

UMMÆLI