Þór burstaði Snæfell í körfunni

Þór burstaði Snæfell í körfunni

Þórsarar halda áfram á sigurbraut í 1.deild karla í körfubolta. Í kvöld tóku þeir á móti Snæfelli í Höllinni á Akureyri.

Leiknum lauk með 97-62 sigri heimamanna.

Pálmi Geir Jónsson var stigahæstur í liði heimamanna með 20 stig og þar á eftir kom Damir Mijic með 19 stig.

Í liði gestanna var Dominykas Zupkauskas stigahæstur með 14 stig og næstur Darrell Flake með 9 stig.

Eftir leikinn eru Þórsarar sem fyrr á toppi deildarinnar með 24 stig en Snæfell áfram á botninum með 0 stig.

Næsti leikur Þórsara er útileikur gegn Vestra á Ísafirði þann 25. janúar næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó