Prenthaus

Þór byrjar Lengjudeildina á tapi gegn Gróttu

Þór byrjar Lengjudeildina á tapi gegn Gróttu

Þórsarar byrjuðu Lengjudeildina á því að tapa 4-3 gegn Gróttu á Vi­valdi-vell­in­um á Seltjarn­ar­nesi í kvöld.

Liban Abdulahi kom Þórsur­um yfir strax á 15. mín­útu með marki úr aukaspyrnu. Grótta jafnaði á 33. mínútu með marki frá Pét­ri Theó­dóri Árna­syni úr vítaspyrnu. Staðan í hálfleik 1-1.
Ólafur Aron Pétursson kom Þórsurum aftur yfir eftir 57. mínútna leik áður en Pétur Theódór skoraði tvö mörk í röð fyrir Gróttu á 62. og 66. mínútu. Sölvi Björnsson kom Seltirn­ing­um 4-2 yfir með marki úr annarri víta­spyrnu Gróttu á 72. mín­útu.
Ólaf­ur Aron bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Þórsara á 78. mín­útu með marki úr þriðju víta­spyrnu leiksins en lengra komust Þórsar­ar ekki. Þá fékk Pet­ar Planic að líta beint rautt spjald á 87. mín­útu í liðið Þórsara.

Næsti leikur Þórs er gegn Grindavík fimmtudaginn 13. maí á SaltPay vellinum í Þorpinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó