Þór dregur kvennaliðið í körfuboltanum úr keppniMynd: thorsport.is

Þór dregur kvennaliðið í körfuboltanum úr keppni

Þór Ak­ur­eyri hef­ur neyðst til þess að draga meist­ara­flokk kvenna úr keppni í 1. deild­inni í körfuknatt­leik fyr­ir næsta tíma­bil. Þetta kem­ur fram á heimasíðu Þórs.

Margir leikmenn hafa yfirgefið liðið undanfarið og hópurinn orðinn mjög fámennur. Ætla Þórsarar nú að horfa til framtíðar og fara af stað með stúlknaflokk.

„Í yngri flokk­um kvenna er að finna marg­ar efni­leg­ar stúlk­ur sem í framtíðinni eiga eft­ir að taka við kefl­inu en eru enn full­ung­ar til að taka á sig þá ábyrgð sem því fylg­ir að spila í meist­ara­flokki. Því hef­ur körfuknatt­leiks­deild Þórs ákveðið að fara af stað með stúlkna­flokk og þannig horfa til framtíðar með upp­bygg­ingu yngri flokka kvenna að leiðarljósi. Búið er að ráða Jón Inga Bald­vins­son til að stýra því verk­efni og mun hann því þjálfa stúlkna­flokk. Jón Ingi er einnig starf­andi yfirþjálf­ari yngri flokka,“ seg­ir í til­kynn­ingu Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó