Þór efnir til ljósmyndasamkeppni til minningar um Rúnar Hauk Ingimarsson

Mynd: thorsport.is

Mynd: thorsport.is

Heimasíða Þórs hefur ákveðið að fara af stað með ljósmyndasamkeppni til minningar um Rúnar Hauk Ingimarsson sem lést 14. október 2015 aðeins 51 árs að aldri.

Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að valin verður Rúnarsmyndin, vetrarstarfið 1. janúar -15. apríl annars vegar og Rúnarsmyndin sumarstarfið 15. júní – 30. september hins vegar.

Myndirnar skulu vera teknar á viðburðum á vegum Þórs og fanga stemmninguna innan vallar sem utan. Myndirnar skal senda á pallijo[at]internet.is og ritstjorn[at]thorsport.is – Hverri mynd skulu fylgja upplýsingar hvar myndin er tekin, heiti myndarinnar og nafn sendanda. Myndunum verður síðan hlaðið inn á Facebook síðu Þórs.

Dómnefnd velur bestu mynd hvers mánaðar, janúar, febrúar, mars og apríl sem fara í úrslit og dómnefnd velur þar bestu myndina. Aukaverðalaun hlýtur sú mynd sem safnar flestum lækum á facebook í lok keppninnar.
Sama fyrirkomulag verður haft um seinni hlutann.

Veglegir vinningar


UMMÆLI

Sambíó