beint flug til Færeyja

Þór gerði jafntefli í Grindavík

Þór gerði jafntefli í Grindavík

Þórsarar mættu Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld, leiknum lauk með 2-2 jafntefli í Grindavík.
Þórsarar komust í 2-0 með mörkum frá Birgi Ómari Hlynssini, á 29. mínútu, og Jóhanni Helga Hannessyni, á 53. mínútu. Þeir Aron Jóhannsson og Sigurður Bjartur Hallsson gerðu mörk Grindvíkinga á 69. og 76. mínútu.

Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar í 9. sæti deildarinnar með 15 stig og Grindavík í 4. sæti með 19 stig.

Næsti leikur Þórsara er heimaleikur gegn Gróttu þann 23. júlí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó