Prenthaus

Þór hafði betur gegn KA UMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór hafði betur gegn KA U

Þór og ungmannalið KA mættust í Íþróttahöllinni í kvöld í 7. umferð Grill 66 deildarinnar. Þórsarar höfðu betur 30 – 28 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-14.

Hjá Þórsurum var Igor Kopyshinskyi markahæstur með 11 mörk, þar á eftir kom Garðar Már Jónsson með 5 mörk. Hjá KA U var Einar Logi Friðjónsson með 7 mörk og næstir á eftir voru Þorri Starrason og Arnór Ísak Haddsson með 5 mörk hvor.

Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar taplausir í efsta sæti deildarinnar með 12 stig en KA U eru í 7. sæti með 6 stig.

UMMÆLI

Sambíó