NTC netdagar

Þór/KA áfram í meistaradeildinni

Þór/KA áfram í meistaradeildinni

Stephanie Bukovec markvörður liðsins valin besti leikmaður undankeppninnar

Þór/KA spilaði sinn síðasta leik í undanriðli meistadeildarinnar í dag. Liðið mætti hollenska stórliðinu Ajax í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins.

Leiknum lauk með 0-0 jafntefli og Ajax vinnur því riðilinn á fleiri skoruðum mörkum.

Þór/KA sem hefur spilað góðan fótbolta í riðlakeppninni er einnig komið áfram en liðið var með bestan árangur liða sem enduðu í 2. sæti og kemst því áfram í 32. liða úrslitin.

Dregið verður í 32. liða úrslitin næstkomandi föstudag.

Þá var markvörður liðsins Stephanie Bukovec valin leikmaður mótsins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó