Gæludýr.is

Þór/KA áfram á sigurbraut

Þór/KA áfram á sigurbraut

Þór/KA héldu áfram á sigurbraut í Pepsi deild kvenna í dag þegar liðið lagði KR 2-0 á Þórsvelli.

Markalaust var í hálfleik en á 53. mín kom Lillý Þór/KA yfir eftir hornspyrnu. Sanda Stephany Mayor gulltryggði sigur liðsins með marki á 86. mín og 2-0 lokastaðan.

Þór/KA hafa unnið alla fjóra leiki sína það sem af er Pepsi deildinni og sitja á toppi deildarinnar. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn FH í Hafnarfirði.

Þá var einnig dregið í 16-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í dag, en Þór/KA fékk heimaleik gegn Stjörnunni og mun sá leikur verða leikinn laugardaginn 2. júní.

UMMÆLI

Sambíó