Þór/KA eru Rey Cup meistararRey Cup meistarar Þór/KA í þriðja flokki kvenna. Mynd: SportPhotos - MummiLu

Þór/KA eru Rey Cup meistarar

Dagana 21.-25. júlí fór fram Rey Cup 2021 mótið í fótbolta. Mótið er haldið fyrir drengi og stúlkur í 3. og 4. flokki. Frá Akureyri fóru lið frá Þór/KA í stúlkuflokki og Þór og KA í drengjaflokki. Akureyrarliðin stóðu sig mjög vel á mótinu.

A lið Þór/KA í þriðja flokki stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. B lið Þór/KA í þriðja flokki endaði í öðru sæti á mótinu. Liðið tapaði í úrslitaleik gegn RKV.

Í fjórða flokki kvenna hjá KA vann A liðið A2 keppnina og C liðið endaði í þriðja sæti. Í fjórða flokki kvenna í B liðum stóðu Þórsstúlkur sig vel en liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur gegn Breiðabliki í úrslitaleik.

Í fjórða flokki drengja hafnaði Þór 2 í þriðja sæti B liða og C lið Þórs endaði í fjórða sæti. Strákunum í KA gekk líka vel á mótinu. A liðið í þriðja flokki endaði í þriðja sæti á mótinu og B liðið vann mótið. Í fjórða flokki enduðu B og C liðið í fjórða sæti á meðan lið C1 og C2 enduðu bæði í öðru sæti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó