NTC

Þór/KA komið í úrslit Lengjubikars

Sandra Mayor skaut Þór/KA í úrslitaleikinn

Þór/KA stúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu með 1-0 sigri á Breiðabliki á Leiknisvelli í Breiðholti.

Staðan var markalaus allt fram á 63. mínútu en þá kom Sandra Stephany Mayor Þór/KA yfir með marki úr vítaspyrnu. Þetta reyndist vera eina mark leiksins og Þór/KA því búið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fer fram föstudaginn 20. apríl.

Það kemur svo í ljós á sunnudag hverjir andstæðingar Þór/KA verða í úrslitaleiknum en þá mætast Valur og Stjarnan á Hlíðarenda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó