NTC netdagar

Þór/KA spáð sigri í Pepsi deild kvenna

Stelpurnar verja titilinn samkvæmt spánni

Þór/KA er spáð sigri í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu af forráðamönnum félaga deildarinnar en liðið er eins og flestum er kunnugt ríkjandi Íslandsmeistari. Þeir sem tóku þátt í spánni voru þjálfarar, fyrirliðar og formenn félaganna.

Liðið hefur litið mjög vel út á undirbúningstímabilinu en á dögunum tryggðu stelpurnar sér sigur í Lengjubikarnum og Meistarakeppni KSÍ.

Hér má sjá niðurstöður úr spánni:

1. Þór/KA – 269 stig.

2. Valur – 228 stig.

3. Stjarnan – 225 stig.

4. Breiðablik – 196 stig.

5. FH – 140 stig.

6. ÍBV – 130 stig.

7. Selfoss – 109 stig.

8. KR – 86 stig.

9. HK/Víkingur – 68 stig.

10. Grindavík – 36 stig.

Sambíó

UMMÆLI