KIA

Þór/KA tapaði naumlega fyrir Wolfsburg1529 áhorfendur mættu á Þórsvöll í dag

Þór/KA tapaði naumlega fyrir Wolfsburg

Landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, og tvöfaldir Evrópumeistarar í liði Wolfsburg frá Þýskalandi mættu í Þorpið á Akureyri í dag og spiluðu einn stærsta kvenna knattspyrnuleik sem spilaður hefur verið á Íslandi gegn Þór/KA. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32-liða úrslitum Meistardeildarinnar og lauk með eins marks sigri Wolfsburg 1-0.

Auk landsliðsfyrirliðanum er einnig nýkjörin besta knattspyrnukona Evrópu, Pernille Har­der, í liði Wolfsburg.

Wolfsburg leiddi nær allan leikinn og verður að teljast góð frammistaða hjá Þór/KA að tapa aðeins með einu marki gegn jafn sterku liði og Wolfsburg.

Eina mark leiksins og mark þeirra þýsku skoraði sú besta í Evrópu, Pernille Har­der, á 31. mínútu leiksins. Heimakonur áttu fá færi í leiknum en fengu þó gott færi undir lok fyrri hálfleiks og aftur undir lok leiksins þegar Sandra Mayor átti frábært skot sem því miður hafnaði í þversláni. Þá var Stephanie Bukovec í marki Þór/KA frábær í dag en hún kom í veg fyrir stærra tap.

Mikill fjöldi áhorfenda mætti á leikinn í dag, eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni, en samkvæmt thorsport.is voru 1529 áhorfendur.

Liðin leika aftur eftir tvær vikur í Þýskalandi og einvígið langt frá því að vera búið.

Viðtal við Donna þjálfara Þór/KA sem Rögnvaldur Már tók fyrir Fótbolta.net má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI