Þór með öruggan sigur gegn Völsungi

Þór og Völsungur mættust í A-deild Kjarnafæðismótsins í kvöld. Þórsarar voru fyrir leikinn með 6 stig eftir fyrstu tvo leiki sína í mótinu en Völsungur hins vegar með 3 stig.

Þórsarar voru sterkari aðilinn mestan hluta fyrri hálfleiks án þess þó að skora mark. Í síðari hálfleik hrukku þeir hins vegar í gang og skoruðu 4 mörk. Jakob Snær Árnason skoraði 2 marka Þórs og Alexander Ívan Bjarnason og Guðni Sigþórsson sitthvort markið.

Maður leiksins: Jakob Snær Árnason

Þór 4 – 0 Völsungur

1-0 56’ Jakob Snær Árnason
2-0 64’ Alexander Ívan Bjarnason
3-0 81’ Guðni Sigþórsson
4-0 89’ Jakob Snær Árnason

Sambíó

UMMÆLI