Prenthaus

Þór sigraði Aftureldingu í Lengjudeildinnimynd: thorsport.is/Þórir Tryggvason

Þór sigraði Aftureldingu í Lengjudeildinni

Þórsarar tóku á móti Aftureldingu í 4. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld.
Þórsarar sigruðu leikinn 2-1 með mörkum frá Alvaro Montejo úr vítaspyrnu og Fannari Daða Malmquist. Mark gestanna skoraði Kristófer Óskar Óskarsson.
Þá fékk Ísak Atli Kristjánsson beint rautt spjald á 86. mínútu leiksins fyrir að tuða í dómaranum eftir að gestirnir vildu fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Jóhanns Helga Hannessonar inn í teig Þórsara.

Eftir leikinn í kvöld hafa Þórsarar sigrað báða heimaleiki sína á tímabilinu og tapað báðum útileikjunum. Þórsarar sitja því í 4. sæti deildarinnar með 6 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Víkingum frá Ólafsvík þann 5 júní.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó