Þór sigraði Fjölni í blálokinMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór sigraði Fjölni í blálokin

Þórsarar gerðu góða ferð suður í dag þegar liðið heimsótti Fjölni heim. Þórsarar töpuðu heimaleiknum gegn Fjölni með 25 stigum í október en snéru við blaðinu í dag og sigruðu 93-94 með körfu frá Terrence í blálokin eða þegar 0,2 sekúndur voru eftir.

Þórsarar byrjuðu af krafti í dag og leiddu 26-16 eftir fyrsta leikhluta. Í upphafi annars leikhluta komst liðið í 18 stiga forustu en misstu svo algjörlega taktinn og Fjölnir leiddu í hálfleik 52-47. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik sem endaði með fyrr greindum sigri Þórsara 93-94.

Stigahæstir hjá Þór í kvöld voru Hansel með 25 stig, Mantas með 20 stig og Terrence 15 stig. Hjá Fjölni var Srdan Stojanovic með 31 stig, Viktor Lee Moses með 16 stig og Orri Hilmarsson með 14 stig.

Eftir leikinn í kvöld eru Þórsarar komnir með 6 stig í 11. sætinu.
Næsti leikur Þórsara er eftir einungis þrjá daga, mánudaginn 13. janúar, en þá koma meistararnir í KR í Höllina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó