Þór kláraði Grindavík á lokamínútunniJúlíus Orri í leiknum í kvöld. Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór kláraði Grindavík á lokamínútunni

Þórsarar tóku á móti Grindvíkingum í Höllinni á Akureyri í kvöld í næst síðustu umferð Dominos deildar karla í körfubolta.

Grindvíkingar leiddu nær allan leikinn í kvöld en það dugði ekki til. Leiknum lauk með 89:86 stiga sigri heimamanna eftir ótrúlega lokamínútu en Þórsarar voru átta stigum undir þegar um ein og hálf mínúta var eftir leiks.

Stigahæstur hjá heimamönnum var Hansel Atencia með 28 stig næstur kom Pablo Hernandez með 14 stig og þriðji Jamal Palmer með 13 stig.

Hjá gestunum var Seth Christian Le Day með 28 stig, Ingvi Þór Guðmundsson með 18 stig og Valdas Vasylius með 14 stig.

Leikurinn í kvöld var eins og áður sagði næst síðasti leikur Þórsara í Dominos deildinni þetta tímabilið. Sá síðasti er gegn KR, en ekki er vitað með vissu hvenær hann fer fram sökum samkomubanns og Covid19 veirunnar.

UMMÆLI

Sambíó