NTC netdagar

Þór sigraði Hauka í spennandi leikMynd: thorsport.is/Palli Jóh.

Þór sigraði Hauka í spennandi leik

Þórsarar byrja árið af krafti en í kvöld komu Haukar í heimsókn í Dominos deild karla og sigruðu heimamenn 92-89. Sigurinn er aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og því kærkominn.

Þórsarar skiptu stigaskorinu nokkuð á milli sín í kvöld en Pablo Hernandez gerði 18 stig, Júlíus Orri Ágústsson 17 stig og Hansel Atencia 14 stig.

Hjá gestunum í Haukum var Gerald Robinson lang stighæstur með 29 stig og næstur á eftir honum var Gunnar Ingi Harðarson með 18 stig.

Eftir sigurinn í kvöld lyftu Þórsarar sér úr botnsætinu í það 11. en eru þó enn 4 stigum frá 10. sætinu. Næsti leikur liðsins er 10. janúar gegn Fjölni á útivelli.

UMMÆLI

Sambíó