Þór sigraði Hauka örugglegaÓskar Elías skoraði fjórða mark heimamanna í kvöld. Mynd: Sævar Geir/thorsport.is

Þór sigraði Hauka örugglega

Þór fengu Hauka í heimsókn í Þorpið í kvöld í 12. umferð Inkasso deildarinnar.

Leikurinn byrjaði vel fyrir gestina sem komust yfir strax á 13. mínútu með marki frá Arnari Aðalgeirssyni.

Ármann Pétur í liði Þórs klúðraði svo sínu þriðja víti í röð skömmu fyrir hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik fengu Þórsarar aðra vítaspyrnu þegar brotið var á Nacho Gil. Alvaro Montejo steig á punktinn að þessu sinni og skoraði. Skömmu síðar skoraði svo Ármann Pétur stórglæsilegt mark og aðeins tveimur mínútum eftir það skoraði svo Bjarki Þór þegar hann stangaði boltann inn eftir góða fyrirgjöf.

Á 77. mínútu gerðu Þórsarar endanlega út um leikinn þegar Óskar Elías skallaði boltann inn eftir hornspyrnu.

Lokastaðan 4-1 fyrir Þórsara sem með sigrinum fóru á topp deildarinnar en ÍA gerði markalaust jafntefli við Leikni frá Reykjavík í kvöld. HK á þó leik inni og gæti tekið toppsætið af Þórsurum þegar liðið heimsækir Magna á Grenivík á laugardaginn.

Sambíó

UMMÆLI