Þór sigraði Keflavík í körfunni

Þór sigraði Keflavík í körfunni

Þórsarar gerðu góða ferð suður í Keflavík í dag og lögðu þar heimamenn 98 – 100. Þórsarar hafa ekki unnið leik frá því í október, en liðið hefur tapað síðustu 8 leikjum sínum og því kærkominn sigur fyrir Þórsara.

Stigahæstu menn í liði Þórs voru Ingvi Rafn Ingvarsson með 20 stig, Hilmar Smári Henningsson 18 stig, Sindri Davíðsson 16 stig og nýliðinn Nino D’Angelo Johnson gerði 15 stig

Í liði heimamanna í Keflavík var Dominique Elliott stigahæstur með 29 stig, þar á eftir voru Hörður Axel Vilhjálmsson 18 stig og Guðmundur Jónsson með 15 stig.

Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar ennþá næst neðstir í deildinni en nú einungis 2 stigum frá 10. sætinu.

Staðan í deildinni:

Næsti leikur Þórsara í deildinni er fimmtudaginn 18. janúar kl 19:15 en þá kemur lið Tindastóls í heimsókn í Höllina á Akureyri

 

VG

UMMÆLI

Sambíó