NTC

Þór sigraði KR í körfunniMynd: thorsport.is / Palli Jóh

Þór sigraði KR í körfunni

Þórsarar fengu KR loksins í heimsókn í Höllina í kvöld, en leiknum hefur verið frestað í tvígang vegna veðurs fyrr í vetur.
Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun og Þórsarar mættu til leiks af miklum krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta 30-14 og í hálfleik 66-42.
KR-ingar mættu hins vegar mikið sterkari til leiks í seinni hálfleik og tókst þeim að gera leikinn mun jafnari og unnu þriðja leikhluta 33-22. Staðan því 88-75 fyrir síðasta leikhlutann. KR-ingar voru sterkari í 4. leikhlutanum og voru tveim stigum eftir Þórsurum þegar Bryjnar Þór Björnsson fékk tækifæri til að tryggja KR sigurinn með þriggja stiga skoti en það geigaði í þann mund þegar leiktíminn rann út. Þórsara unnu því með tveggja stiga mun 102-100.
Stigahæstur hjá Þórsurum var Hansel Atencia með 31 stig, næstur var Jamal Palmer með 21 stig.
Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson með 26 stig og næstur Matthías Orri Sigurðarson með 18 stig.

Þórsarar eru því eftir leikinn í kvöld aftur komnir úr fallsæti en eru nú jafnir Val og Grindavík að stigum í 10. sæti deildarinnar. Næsti leikur Þórsara er næstkomandi fimmtudag þegar Tindastóll kemur í heimsókn í Höllina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó