NTC netdagar

Þór sigraði Þrótt

Þór sigraði Þrótt

Þórsarar halda áfram góðu gengi sínu í Inkasso deildinni. Liðið heimsótti Þrótt í Laugardalinn í gær og vann 3-1 sigur.

Fyrsta mark leiksins kom strax á 8. mínútu eftir laglegan sprett Alvaro Montejo skoraði Dagur Austmann sjálfsmark fyrir heimamenn.
Heimamenn jöfnuðu leikinn á 26. mínútu þegar Rafael Alexandre Romao Victor skoraði.
Rétt fyrir hálfleik komust gestirnir svo yfir með marki frá Alvaro Montejo.
Fyrirliði Þórsara, Sveinn Elías Jónsson, bætti síðan við þriðja marki gestanna og lokatölur í leiknum 3-1 fyrir Þórsara.

Eftir leikinn situr liðið enn í 2. sæti deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir.

Næsti leikur Þórs er gegn Haukum, föstudaginn 16. ágúst á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó