Prenthaus

Þór spilar áfram í Dominos deildinni næsta vetur

Þór spilar áfram í Dominos deildinni næsta vetur

Þórsarar munu spila áfram í deild þeirra bestu næsta vetur. Þórsarar sem sitja í næst neðsta sæti deildarinnar eins og staðan er núna en vegna Covid-19 hefur deildarkeppninni verið hætt. Þar sem Þórsarar áttu ennþá möguleika á að bjarga sér úr fallsæti þó aðeins ein umferð væri eftir fá þeir að halda áfram í deildinni næsta vetur. Aðeins mun eitt lið falla og eitt lið koma upp í Dominos deildina fyrir næsta tímabil.

Í tilkynningunni segir:

Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020

 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020.
 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður.
  i. Fjölnir fellur niður í 1. deild karla.
  ii. Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari
 3. deildar kvenna.
 4. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að,
  i. Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla.
  ii. Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla.
  iii. Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna.

Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda.
Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu.

Sambíó

UMMÆLI