Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Þór tapaði gegn Fjölnimynd: thorsport.is

Þór tapaði gegn Fjölni

Þórsarar tóku á móti Fjölni í fyrsta heimaleik vetrarins í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Bæði liðin eru nýliðar í deildinni og því afar mikilvægur leikur fyrir liðin.

Leiknum lauk með stórsigri gestanna í Fjölni eða 69-94, Fjölnir var með yfirhöndina allan leikinn og voru Þórsarar ekki að hitta vel.

Stigahæstur í liði heimamanna var Kólumbíu maðurinn Hansel með 15 stig næstir á eftir honum voru Mantas Virbalas og Pablo Hernandez með 14 stig. Bandaríkjamaðurinn Jamal Palmer gerði aðeins 10 stig í kvöld.

Í liði gestanna var Bandaríkjamaðurinn Viktor Lee Moses með 29 stig og næstir á eftir honum voru Jere Vucica og Srdan Stojanovic báðir með 23 stig.

Næsti leikur Þórsarar er gegn Þór frá Þorlákshöfn 17. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó