Prenthaus

Þór tapaði gegn toppliðinuMynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór tapaði gegn toppliðinu

Þórsarar tóku á móti toppliði Dominos deildarinnar, Keflavík, í Höllinni í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Terrance Motley sem gekk til liðs við Þórsara á dögunum var ekki með í kvöld, ekki tókst að fá öll leyfi í hús í tæka tíð. Þá var Mantas Virbalas í leikbanni hjá Þórsurum.

Leiknum lauk með sigri gestanna 80-95 en Þórsarar gáfu eftir undir lok leiks eftir að hafa staðið vel í Keflvíkingum mestan part leiksins.

Stigahæstur í liði heimamann og lang besti leikmaður liðsins í kvöld var Hansel Atencia en hann endaði með 30 stig, næstir á eftir honum voru Jamal Palmer og Pablo Hernandez með 17 stig.

Í liði gestanna var Khalil Ullah Ahmad með 30 stig, næstur á eftir honum var Dominykas Milka með 23 stig.

Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar en á botni deildarinnar á sigurs. Næsti leikur Þórsara er útileikur gegn Njarðvík föstudaginn 15. nóvember.

UMMÆLI

Sambíó