Prenthaus

Þór tapaði í körfunni gegn KR

Íslands­meist­ar­ar KR komu í heimsókn í Höllina í kvöld og völtuðu yfir Þórsara 69-92 í Dominos-deild karla í körfubolta.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-23 og leikurinn því frekar jafn til að byrja með. KR-ingar komu mikið grimmari til leiks í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 37-48. KR-ingar héldu svo áfram að auka forskot sitt í síðari hálfleik og voru þeir Jón Arnór og Kristófer Acox þar atkvæðamestir.

Tapaðir boltar hjá Þórsurum voru alltof margir í kvöld og þriðja leikinn í röð var Ingvi Rafn Ingvarsson slakur en hann tapaði 7 boltum og gerði aðeins 3 stig fyrir Þórsara.

Staða Þórs versnaði enn með þessu tapi því leikj­un­um fækk­ar sem hægt er að ná í stig úr. Þór á eft­ir mjög erfiða úti­leiki gegn ÍR, Njarðvík og Grinda­vík. Heima­leik­irn­ir verða því að vinn­ast en þeir eru gegn Stjörn­unni, Þór Þ og Val.

Næsti leikur Þórsara er eftir viku, 8. febrúar, þegar þeir fara í heimsókn til Njarðvíkur.

Staðan

UMMÆLI