Prenthaus

Þór tapaði naumlega fyrir Tindastól

Þór tapaði naumlega fyrir Tindastól

Nýkrýndir bikarmeistarar Tindastóls heimsóttu Þór Ak. fyrir norðan nú í kvöld. Leikurinn var heilt yfir rólegur og stefndi lengi vel í að ekki yrði mikið um spennu í kvöld í Höllinni á Akureyri.

Tindastóll byrjaði leikinn betur og í hálfleik var staðan býsna afgerandi. Tindastóll var þá með 15 stiga forskot á heimamönnum og fannst mörgum strax orðið ljóst hvaða lið myndi taka bæði stigin með sér heim.

Þór Ak. kom þó sterkari til leiks í þeim síðari og náði á köflum að minnka bilið á milli liðanna í einungis þrjú stig. En í hvert skipti sem Þór Ak. komst svo nálægt bikarmeisturunum var eins og heimamenn klesstu á vegg því lengra komst liðið ekki.

Að lokum sigraði Tindastóll, 72-77, og er með sigrinum komið í 4. sæti, með jafnmörg stig og KR og Haukar sem töpuðu bæði í kvöld en Þórsarar sitja sem fyrr í næst neðsta sætinu.

Stigahæstur í liði Þórs var Nino D’Angelo Johnson  með 25 stig og 14 fráköst, næstur á eftur honum var Hilmar Smári Henningsson með 13 stig. Í liði gestanna var Antonio Hester með 20 stig og 8 fráköst, næstur var Drandon Garrett með 12 stig.

Staðan í deildinni:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó