Thora Karlsdóttir – Klæddist kjól í 280 daga í röð

Thora sker sig úr.

Thora sker sig úr.

Thora Karlsdóttir, akureyringur og listakona, framkvæmdi gjörning sem er eflaust orðinn mörgum kunnugur. Þá eyddi hún heilum 9 mánuðum eða 280 dögum í kjól, frá mars til desember 2015. Á hverjum einasta degi klæddist hún nýjum kjól, undantekningarlaust, og gekk í þeim til allra verka.
Thora segir gjörninginn oft hafa verið krefjandi en algjörlega þess virði.

Klassískt kjólaveður.

Klassískt kjólaveður.

Nú er komið að því að Thora er að gefa út bók um kjólagjörninginn. Bókin ber heitið 280 kjólar og í henni leynast myndir af kjólum hvers einasta dags sem að eiginmaður hennar og ljósmyndari, Björn Jónsson, tók af henni á hinum ýmsu stöðum og í hinum ýmsu stellingum. Bókin verður gefin út í 280 eintökum og mun hver einasta bóka hafa mismunandi kápumynd en fólki stendur til boða að velja sína eigin kápumynd.

Líklega einn af þessum dögum þegar það verður þreytandi að vera alltaf í kjól.

Líklega einn af þessum dögum þegar það verður þreytandi að vera alltaf í kjól.

Thora hefur haldið úti sýningu í Listasafninu, Ketilhúsi, þar sem kjólarnir eru til sýnis. Næstkomandi laugardag, 12.nóvember mun hún halda kynningu þar á bókinni kl.15.00 og eru allir innilega hvattir til að mæta. Þar verður hægt að panta sér bók, skoða myndirnar, kjólana, spurja listakonuna spjörunum úr og njóta listarinnar.


UMMÆLI