Þorpararnir gáfu í Minningasjóð um Baldvin RúnarssonRagnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins og Hermann Helgi bróðir Baldvins með drengjunum sem afhentu Ragnheiði peningagjöfina. Mynd: Palli Jóh

Þorpararnir gáfu í Minningasjóð um Baldvin Rúnarsson

Hópur ungra Þórsara sem tóku þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ um liðna helgi og keppti undir nafninu Þorpararnir gáfu 160 þúsund krónur í Minningarsjóð um Baldvin Rúnarsson í gær. Fjallað er um þetta fallega framtak á heimasíðu Þórs.

Drengirnir ásamt Hermanni Helga í nýju treyjunum merktar Bassa og 603. Mynd: Palli jóh

Krakkarnir söfnuðu peningnum með því að selja auglýsingar á búningana sína og merktu þá með nafni Baldvins Rúnarssonar, Bassi eins og hann var kallaður, og tölustöfunum 603. Þegar auglýsingunum var safnað og búningarnir græjaðir stóðu 160 þúsund krónur í afgang sem þau vildu endilega gefa til minningar um Baldvin heitinn.

Hópurinn Þorpararnir samanstendur af stelpum úr 4. flokki og strákum úr 5. flokki í knattspyrnu en þau afhentu styrkinn í gær. Nokkrir strákar úr hópnum afhentu Ragnheiði Jakobsdóttur, móður Baldvins, peningana og treyju að gjöf í félagsheimili Þórs í gær.

Þórsararnir – Þorpararnir – sem kepptu á Höfn. Efri röð frá vinstri: Bjarki Fannar Arnarson, Aron Geir Jónsson, Natan Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Sigurðsson, Kristinn Örn Ægisson, Bessi Ólafsson, Pétur Orri Arnarson, Hákon Kári Jónsson, Bjarni Már Ægisson, Anna Guðný Sveinsdóttir og Emilía Björk Óladóttir. Neðri röð frá vinstri: Steingrímur Ólason, Hilmar Daði Jónsson, Sonja Björg Sigurðardóttir, Linda Rós Jónsdóttir, Haukur Leo Þórðarson, Kristjana Vera Kelley, Katrín Sara Harðardóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir og Freydís Jóna Bergsveinsdóttir. Liggjandi, frá vinstri: Styrmir Lár Sigurðsson, Hrafn Leví Þórðarson.
Sambíó

UMMÆLI