Þórsarar áfram á sigurbrautMynd: Palli Jóh.

Þórsarar áfram á sigurbraut

Þórsarar tóku á móti nöfnum sínum frá Þorlákshöfn í Höllinni í gær. Þórsarar sem fyrir leikinn í gær höfðu unnið fjóra af síðustu fimm leikjum héldu áfram á sigurbraut og unnu leikinn 83-76.
Gestirnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn betur en eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með þremur stigum, 23-26.
Heimamenn tóku annan leikhluta með tólf stigum og staðan í hálfleik 49-40. Þeir héldu svo forustunni það sem eftir lifði leiks og unnu á endanum 83-76.

Terrence Motley var stigahæstur hjá heimamönnum með 20 stig og næstur var Pablo Hernandez með 16 stig.
Hjá gestunum var Halldór Garðar Hermannsson með 18 stig og næstur Jerome Frink með 16 stig.

Eftir leikinn í gær eru Þórsarar komnir úr fallsæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur, en liðið jafnaði Val á stigum í gær og eru komnir í 10. sætið. Næsti leikur liðsins er gegn ÍR á útivelli þann 24. janúar.

UMMÆLI