Prenthaus

Þórsarar áfram í Geysisbikarnum

Þórsarar áfram í Geysisbikarnum

Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð í kvöld þegar liðið heimsótti nafna sína í Þorlákshöfn í kvöld. Leiknum lauk með tveggja stiga mun 75-77 fyrir Þór Akureyri.

Nýjasti leikmaður Þórs Terrance Motley lék loksins sinn fyrsta leik fyrir liðið en hann hafði beðið eftir heimild til þess frá því í byrjun nóvember. Terrance gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur allra í sínum fyrsta leik fyrir liðið með 28 stig. Næstur á eftir honum hjá gestunum var Pablo Hernandez með 13 stig. Hjá Þór Þorlákshöfn var Marko Bakovic með 26 stig og næstur Halldór Garðar Hermannsson með 16 stig.

Þórsarar eru því komnir áfram í 8 liða úrslit í Geysisbikarnum.

UMMÆLI

Sambíó