Þórsarar áfram í Mjólkurbikarnum

Þórsarar áfram í Mjólkurbikarnum

Þór lagði Dalvík/Reyni í 2. umferð Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri.

Þórsarar voru 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Alvaro Montejo og Aroni Kristófer.

Bæði lið skoruðu svo sitthvort markið í seinni hálfleik, Jakob Snær fyrir Þórsara og Kristinn Þór fyrir Dalvík/Reyni

Þórsarar eru því komnir áfram í 3. umferð (32 liða úrslit) og mæta þar HK á heimavelli 1. maí, KA leikur einnig sama dag en þeir heimsækja Hauka í Hafnarfjörð.

Þór 3 – 1 Dalvík/Reynir
1-0 Alvaro Montejo Calleja (’16)
2-0 Aron Kristófer Lárusson (’34)
3-0 Jakob Snær Árnason (’87)
3-1 Kristinn Þór Björnsson (’90)

Sambíó

UMMÆLI