beint flug til Færeyja

Þórsarar fá Þórsara í heimsókn

 George Beamon

George Beamon


Í kvöld, föstudag tekur Þór Akureyri á móti Þór Þorlákshöfn í sjöundu umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19:15. Ljóst er að erfitt verkefni býður heimamanna því í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var Þorlákshafnar Þórsurum spáð fjórða sætinu í deildinni.

Báðum liðum þyrstir í sigur en þau töpuðu leikjum sínum í síðustu umferð. Heimamenn fengu að kenna á því gegn KR-ingum í Vesturbænum meðan Þorlákshafnar Þórsarar töpuðu á heimavelli gegn Stjörnunni.

Breytingar hafa verið gerðar á liði heimamanna því eins og við greindum frá hér á Kaffinu ákvað Benedikt þjálfari að senda Jalen Riley heim og taka George Beamon inn. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann fellur inn í liðið.

Hvetjum alla til að mæta

Hvetjum alla til að mæta

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó