NTC netdagar

Þórsarar gerðu jafntefli í LaugardalnumSveinn Elías skoraði fyrsta mark Þórs í dag. Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þórsarar gerðu jafntefli í Laugardalnum

Þórsarar fóru suður í dag og mættu Fram á Laugardalsvelli. Fyrir leikin voru liðin í 4 og 6 sæti deildarinnar.

Þórsarar byrjuðu af krafti þegar Sveinn Elías kom þeim yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Helga strax á 12. mínútu.

Ármann Pétur bætti síðan í forskot Þórsara á 30. mínútu þegar hann setti boltann í netið eftir flotta aukaspyrnu frá Aron Kristófer.

Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik þegar Guðmundur Magnússon markahæsti leikmaður Inkasso deildarinnar skoraði.

Bæði lið héldu áfram að skapa sér færi í síðari hálfleik og á 72. mínútu var Guðmundur aftur á ferðinni fyrir Framara og jafnaði leikinn. Fram fengu síðan vítaspyrnu einungis tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið og skoraði Guðmundur úr spyrnunni, sitt þriðja mark í leiknum.

Þórsarar voru síðan heppnir að fá ekki á sig fjórða markið á lokamínútunum, í staðinn fengu þeir vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins sem Alvaro Montejo skoraði úr af öryggi.

Lokatölur í Laugardalnum 3-3.

Næsti leikur Þórsara er á þriðjudaginn þegar ÍR-ingar heimsækja Þorpið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó