Þórsarar gerðu jafntefli við tíu LeiknismennMynd: thorsport.is

Þórsarar gerðu jafntefli við tíu Leiknismenn

Þórsarar tóku á móti Leikni frá Reykjavík á Þórsvelli í gær.

Þórsarar komust yfir á 27. mínútu eftir mark frá Alvaro Montejo.
Leiknir misstu mann útaf á 35. mínútu þegar Bjarki Aðalsteinsson fór of hátt með sólann í baráttu við Fannar Daða Malmquist, sem var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Þór, Fannar þurfti að fara útaf meiddur eftir samstuðið.
Þórsurum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á fengu mark á sig á 59. mínútu þegar Stefán Árni Geirsson skoraði.

Lokatölur 1-1 á Þórsvelli í gær og Þórsarar því dottnir niður í 3. sæti Inkasso deildarinnar en Þórsarar hafa einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og búnir að missa bílstjórasætið til Gróttu.
Næsti leikur Þórsara er gegn Keflavík á útivelli næstkomandi laugardag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó