Þórsarar steinlágu fyrir FjölniMynd: thorsport.is - Skapti

Þórsarar steinlágu fyrir Fjölni

Þórsarar sóttu Fjölni heim í 9. umferð Inkasso deildarinnnar í gær.

Staðan í hálfleik var 0-0 en strax eftir um tíu sekúndur í þeim seinni komust heimamenn í Fjölni yfir eftir sjálfsmark Þórsara. Sjálfsmarkið má sjá hér neðst í fréttinni úr spilara Vísi.is.

Fjölnir komustu svo í 2-0 á 66. mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson skoraði með góðu skoti.

Fjölnir kláruðu svo endanlega Þórsara með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Mörkin tvö skoruðu Ingibergur Kort Sigurðsson og Jón Gísli Ström.

Næsti leikur Þórsara er föstudaginn 5. júlí þegar Fram kemur norður og spilar á Þórsvelli á miðju Pollamóti Samskipa en mótið byrjar einmitt fyrr þann sama dag.

Eftir leikinn í gær tilkynnti Fjölnir að félagið hefði staðið að söfnun innan félagsins og gefið upphæðina sem safnast hefði í styrktarsjóð Baldvins Rúnarssonar sem féll frá fyrr í sumar eftir langa baráttu við heilaæxli. Vel gert hjá Fjölnismönnum.

UMMÆLI