Þórsarar töpuðu í botnslagnum

Þórsarar sóttu Valsmenn heim í fallslag Dom­in­os-deild­ar karla í kvöld en heima­menn höfðu bet­ur, 98:83, eft­ir að hafa verið und­ir í hálfleik.

Þórsar­ar fóru illa af stað. Vals­ar­ar fengu að skjóta á körf­una nokkuð óáreitt­ir áður en Hjalti Þór Vil­hjálms­son, þjálf­ari Þórsara, tók leik­hlé og lét sína menn aðeins heyra það. Val­ur var yfir, 29:23, eft­ir fyrsta leik­hlut­ann en Þórsarar voru svo mikið sterk­ari í þeim næsta og var þar Marqu­es Oli­ver fremst­ur í flokki með 22 stig í fyrri hálfleik en staðan var 47:51, Þórsur­um í vil, þegar flautað var til hálfleiks.

Þórsar­ar urðu fyr­ir miklu áfalli strax í upp­hafi síðari hálfleiks þegar Banda­ríkjamaður­inn Oli­ver þurfti að fara af velli meidd­ur og náðu þeir sér aldrei al­menni­lega á strik eft­ir það. Ur­ald King gekk á lagið í liði Vals­ara og var dug­leg­ur að vinna frá­köst gegn kana­lausu liði Þórsara en hann endaði leik­inn með 19 fráköst og 23 stig.

Vals­ar­ar unnu því sann­gjarn­an sig­ur en leik­ur­inn hefði mögu­lega getað farið allt öðru­vísi ef Þórsarar hefðu ekki misst sinn besta mann. Val­ur er nú með átta stig í 9. sæt­inu. Staða Þórsara er áfram slæm, liðið hef­ur nú tapað fimm í röð og sitja í næst neðsta sæti með 4 stig.

UMMÆLI