beint flug til Færeyja

Þórsarar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Þórsarar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Þósarar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum í kvöld, í síðasta leik Dominos deildarinnar, 96-87.

Þórsarar byrjuðu strax af miklum krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta 31-15. Þórsarar héldu forystunni það sem eftir lifði leiks en staðan í hálfleik var 52-43.

Stigahæstur í liði heimamanna var Srdan Stojanovic með 27 stig og 3 fráköst. Næstur var Ivan Aurrecoechea Alcolado með 20 stig og 8 fráköst.
Í liði gestanna var Pablo Cesar Bertone allt í öllu með 33 stig og 3 fráköst. Næstir voru Jalen Patrick Jackson og Brian Edward Fitzpatrick með 13 stig.

Þórsarar enda því deildina í 7. sæti og mæta því nöfnum sínum frá Þór í Þorlákshöfn í úrslitakeppninni en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar. Fyrsti leikurinn í þeirri viðureign fer fram í Þorlákshöfn um helgina, en ekki er búið að raða niður nákvæmum tímasetningum.

Í úr­slita­keppn­inni mæt­ast:
Kefla­vík – Tinda­stóll
Þór Þ. – Þór Ak.
Stjarn­an – Grinda­vík
Val­ur – KR

Sambíó

UMMÆLI