Prenthaus

Þórsarar tryggðu úrvalsdeildarsætið

Þórsarar tryggðu úrvalsdeildarsætið

Þórsarar tryggðu sér öruggt sæti í Dominos deild karla fyrir næsta vetur í kvöld þegar liðið sigraði nafna sína í Þorlákshöfn í kvöld 103:108.

Dedrick Basile átti stór­leik fyr­ir Þórsara, gerði 33 stig og gaf tólf stoðsend­ing­ar.

Staðan í hálfleik var 64:59 fyrir heimamenn í Þorlákshöfn en gestunum frá Akureyri tókst að jafna og komast tveimur stigum yfir eftir þriðja leikhlutann. Fjórða leikhlutann unnu svo gestirnir einnig 22:25 og því samanlagt fimm stiga sigur 103:108.

Ivan Aur­recoechea skoraði 27 stig og tók ell­efu frá­köst fyr­ir Ak­ur­eyr­inga en hjá Þórsur­um frá Þor­láks­höfn var Larry Thom­as stiga­hæst­ur með 30 stig og átta stoðsend­ing­ar.

Þór Ak­ur­eyr­i eru eftir sigurinn í kvöld með 18 stig í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar og eru nú fjór­um stig­um frá fallsæti fyr­ir lokaum­ferðina þegar liðið tekur á móti Haukum sem féllu í gærkvöldi eftir tap gegn Hetti á heimavelli.
Vinni Þór Akureyri Hauka í síðasta leiknum tryggir liðið sig í úrslitakeppnina og mætir þar annað hvort Keflavík eða aftur Þór frá Þorlákshöfn.

UMMÆLI