Þórssigur gegn nýliðum Hattar

 

Þór Akureyri sigraði Hött í 4.umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var mjög kaflaskiptur en gestirnir frá Egilsstöðum byrjuðu mun betur og náðu meðal annars 11 stiga forskoti snemma í leiknum. Þórsarar brugðust þó vel við eftir það og voru komnir 4 stigum yfir þegar rétt tæpar 5 mínútur voru liðnar af 2. leikhluta. Staðan var jöfn í hálfleik 39-39.

Þórsarar leiddu stærstan hluta seinni hálfleiksins en Hattarmenn voru þó aldrei langt undan og komust meðal annars yfir í stöðunni 83-84 þegar skammt lifði leiks. Það var hins vegar frábær lokakafli Þórsliðsins sem tryggði þeim góðan sigur. Lokatölur urðu 93-85 í spennandi leik.

Stigahæstur í liði Þórs var Pálmi Geir Jónsson með 27 stig en Ingvi Rafn Ingvason kom næstur á eftir með 21 stig. Þór Akureyri er eftir sigurinn í 9. sæti deildarinnar með 4 stig en Hattarmenn eru stigalausir á bottninum.

 

UMMÆLI

Sambíó