Prenthaus

Þórunn Antonía selur spjarir sínar til að hjálpa börnum í Sýrlandi

Þórunn Antonía

Þórunn Antonía

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur ákveðið að selja fatnað og skó til að styrkja UNICEF á Íslandi.

Þórunn hefur þann háttinn á að fólk sem hefur áhuga á að kaupa þann varning sem hún setur á sölu greiðir með því að senda SMS skilaboðin STOPP í númerið 1900. Númerið er styrktarnúmer UNICEF vegna ástandsins í Sýrlandi og við hvert SMS dragast 1900 krónur af símreikningi kaupanda.

Það er orðið svo að við getum ekki setið aðgerðalaus og horft uppá þjóðarmorð á Sýrlandi. Börn eiga ekki undir neinum kringumstæðum að vera í þessum aðstæðum,” segir Þórunn á Facebook síðu sinni.

Hægt er að lesa nánar um söfnun Þórunnar HÉR.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó