Þriðji heimasigur Þórsara í röð

 George Beamon var atkvæðamikill í kvöld

George Beamon var atkvæðamikill í kvöld


Áttundu umferð Dominos-deildar karla lauk í kvöld með leik Þórs og ÍR í Íþróttahöllinni.

Skemmst er frá því að segja að Þórsarar hreinlega yfirspiluðu ÍR sem sáu aldrei til sólar eftir að dómarar leiksins flautuðu á.

Mun­ur­inn var yf­ir­leitt um og yfir tíu stig og það fór svo að lok­um að Þór vann leik­inn 78:62. Þriðji heimasigur Þórsara í röð staðreynd og fjórði sigurleikurinn í síðustu fimm leikjum.

ÍR tefldi fram nýj­um erlendum leik­manni, Quincy Hank­ins-Cole. Hann lét lítið fara fyr­ir sér fara og skoraði aðeins 10 stig í leiknum. Hjá Þórsurum voru þeir Danero Thom­as og Geor­ge Beamon atkvæðamestir en en báðir settu þeir 22 stig og tóku 12 frá­köst.

UMMÆLI

Sambíó