Þriðjudagsfyrirlestur – Lesblinda fullorðinna á stafrænni öld

Andy Paul Hill.

Þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17-17.40 heldur Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Adult Dyslexia: An Examination of the Myths and Reality of Living in the Digital Age. Aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Hill fjalla um lesblindu fullorðinna á stafrænni öld og rýna í rannsóknir sínar á viðfangsefninu. Hann mun einnig tala um upplifun á eigin lesblindu í störfum sínum hjá breska hernum, Thames Valley lögreglunni á Englandi og sem fræðimaður.

Andy Paul Hill útskrifaðist með MA gráðu í menntunarfræðum frá De Montfort háskólanum í Bedford á Englandi, 2013, og með PhD gráðu úr sama fagi frá De Montfort háskólanum í Leicester, 2014. Hann starfaði hjá breska hernum og Thames Valley lögreglunni á Englandi í yfir 30 ár, en er nú lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.

Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alanna Jay Lawley, myndlistarkona, Dagrún Matthíasdóttir, myndlistarkona, Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, Finnur Friðriksson, dósent í íslensku, Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður og Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari.

UMMÆLI

Sambíó