Færeyjar 2024

Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö ára stúlku

Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö ára stúlku

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var sjö eða átta ára og gestkomandi á heimili hans. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Maðurinn braut á stúlkunni á heimili sínu og nýtti sér traust og trúnað stúlkunnar og foreldra hennar ítrekað. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa skoðað myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Í dómnum segir að maðurinn hafi frá upphafi rannsóknar gengist við þeim brotum sem hann er sakfelldur fyrir. Þá hafi hann samið um greiðslu miskabóta til stúlkunnar.

UMMÆLI

Sambíó