Prenthaus

Þrír árekstrar á Akureyri

Mynd: Þorgeir Baldursson

Augljóst er að gler­hált er á göt­um bæj­ar­ins eft­ir að snögg­hlýnaði í gærkvöldi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri hafa þrír árekstr­ar orðið með skömmu milli­bili.

Mynd: Þorgeir Baldursson

Lít­il sem eng­in slys urðu á fólki en þó var einn áreksturinn töluvert harður á gatnamótum Dalsbrautar og Glerárgötu. Erfitt er að átta sig á hálkunni í bleytunni en sumstaðar er varla hægt halda undir sér fótum. Það á því sérstaklega vel við núna að minna vegfarendur á, hvort sem um akandi eða gangandi er að ræða, að fara sérstaklega varlega.

UMMÆLI

Sambíó