Tilboðsfrestur á lóðum á tjaldsvæðisreitnum framlengdur

Tilboðsfrestur á lóðum á tjaldsvæðisreitnum framlengdur

Akureyrarbær hefur ákveðið að framlengja frestinn til að senda inn tilboð í byggingarrétt lóðanna þriggja á tjaldsvæðisreitnum um einn mánuð. Því er nú hægt að senda inn tilboð í byggingarréttinn til klukkan 12.00 þann 12. mars 2026.

Lóðirnar sem um ræðir eru eftirfarandi:

Byggðavegur 102-110: Lóð sem er 6.285 m² að stærð og gerir ráð fyrir fimm stakstæðum íbúðarhúsum á fjórum hæðum með sameiginlegum bílakjallara.

Hrafnagilsstræti 20/Þórunnarstræti 95-101: Lóð sem er 4.747 m² að stærð og gerir ráð fyrir fimm stakstæðum íbúðarhúsum á fjórum hæðum með sameiginlegum bílakjallara.

Þórunnarstræti 105: Lóð sem er 1.570 m² að stærð og gerir ráð fyrir einu stakstæðu íbúðarhúsi á þremur hæðum með 15-17 íbúðum. Miðað er við að í húsinu verði almennar íbúðir sem falla undir ákvæði um hlutdeildarlán eða að íbúðirnar verði seldar sem heild til óhagnaðardrifins félags.

Ekki er hægt að bjóða eingöngu í eina lóð heldur eru þær boðnar út sem ein heild.

Nánari upplýsingar hér.

COMMENTS