Tímaflakk um söngleikjaheiminn í Hofi

Fimmtudaginn næstkomandi, 30. mars, mun Jónína Björt ásamt Daníel Þorsteinssyni halda tónleika í Hofi þar sem þau flytja söngleikjatónlist frá 1940 til dagsins í dag. Jónína er tiltölulega nýflutt heim eftir að hafa lokið námi frá söngleikjadeild New York Film Academy. Þar áður lauk hún B.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands í klassískum söng. Daníel Þorsteinsson lauk framhaldsprófi frá Sweelinck tónlistarháskólanum í Amsterdam og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil, bæði sem píanóleikari, útsetjari og tónskáld.

Tónleikarnir koma til með að verða fjölbreyttir þar sem bæði vel þekkt verk og önnur sem ekki hafa heyrt áður hér á landi verða flutt.  Meðal annars verða til söngs lög eftir Rodgers & Hammerstein, Stephen Sondheim, Jason Robert Brown og Söru Bareilles.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má nálgast inn á www.mak.is.

UMMÆLI