Tónlistarkonan Tinna Óðinsdóttir gefur út nýtt jólalag næstkomandi föstudag, 14. nóvember. Lagið heitir Jólin fyrir mér.
„Mér þykir ótrúlega vænt um þetta lag því það fangar allt það sem jólin þýða fyrir mig. Jólin hafa alltaf verið mér kær en með árunum hef ég áttað mig á því að þau snúast ekki um það sem sést í búðargluggunum heldur um það sem ekki fæst keypt – fólkið sem við elskum, hlýjuna og samveruna. Það er einmitt sú tilfinning sem ég reyndi að fanga í þessu lagi,“ skrifar Tinna í tilkynningu á samfélagsmiðlum.
Tónlistarmaðurinn Daníel Andri Eggertsson er lagahöfundur og saman unnu þau að textasmíð. Þetta er fyrsta jólalag Tinnu.


COMMENTS