Tölur yfir smit á Akureyri birtar – Hvatt fólk til að fara áfram varlega

Tölur yfir smit á Akureyri birtar – Hvatt fólk til að fara áfram varlega

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í dag nýjustu upplýsingar frá Aðgerðarstjórn á svæðinu varðandi fjölda í sóttkví og eingangrun í dag, 17. apríl. Staðfest smit á Norðurlandi eystra eru 46 en ekkert smit hefur greinst á svæðinu nú í átta daga.

Í nýjustu tölunum kemur fram að alls eru 38 manns í sóttkví á Akureyri og 10 í einangrun. Síðustu tölur voru birtar fyrir viku síðan en þá voru 110 manns í sóttkví á Akureyri 25 í einangrun. Á öllu Norðurlandi eystra eru 54 í sóttkví og 13 í einangrun.

Borið á því að fólk sé farið að slaka á almannavörnum

Lögreglan ítrekar að fólk taki smitvörnum áfram alvarlega og virði samkomubann og fjarlægðarmörk. Svo virðist sem einhverjir séu farnir að slaka á í að virða almannavarnir. ,,Það virðist sem einhverjir eru farnir að slaka á en við verðum að halda áfram þótt að þessar tölur eru að fara niður á við. Þetta getur rokið upp aftur með stuttum fyrirvara. Höldum áfram að vinna þetta saman,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó