Prenthaus

Tónlist KÁ-AKÁ nú aðgengileg á Spotify

KÁ-AKÁ

KÁ-AKÁ

Tónlist norðlenska rapparans KÁ-AKÁ, sem hlotið hefur gríðarlegra vinsælda undanfarna mánuði, er nú aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify.

Aðdáendur kappans höfðu lengi kallað eftir því að fá lögin þangað inn og gærkvöldi tilkynnti rapparinn geðþekki aðdáendum sínum að öll hans lög væru nú aðgengilega á Spotify. Alls hefur KÁ-AKÁ gefið frá sér 5 lög og nú er loksins hægt að hlusta á þau öll á einum og sama staðnum.

KÁ-AKÁ hefur haft í nægu að snúast að undanförnu en hann kom víða fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves auk þess sem hann gaf út lagið Draugar fyrir skemmstu.

Sambíó

UMMÆLI